föstudagur, október 28, 2005

Kynlíf eldri borgara á Selfossi..

Eftir hálftíma sólbjartsfund tóku keppendur sólbjartsliðs III.-D og IV.-B I (utan mig) þá meðvituðu ákvörðun að þetta yrði umræðuefni fyrstu sólbjartarkeppninnar minnar sem fjórðubekkingur. En veikar raddir heyrast ekki innan um hróp og köll og tölurnar 1 á móti 7 ekki nægar til að breyta um umræðuefni.
Busaskítarnir mega þó hafa varan á því æfingar Davíðs Páls liðstjóra eru ekkert grín. Slær hann okkur áfram með svipum og fer fram á latex klæðnað á hverri æfingu. Hvort það komi sólbjarti eitthvað við eða hans eigin fantasíum varðar mig ekkert um því alltaf er jafn gaman að klæðast latexi.

Næsta föstudag afmeyjast ég sem sólbjartsdómari. Dæmi ég mína fyrstu keppni klukkan 3 stundvíslega á hátíðarsal og hvet ég alla þá sem vilja sjá afbragðsdóma að minni hálfu að kíkja við. Einnig býst ég við skemmtilegri keppni þar sem 3.-C og 4.-X mætast. Við skulum vona að 4.X hafi lært eitthvað af reynslunni frá því í fyrra og skrifi eitthvað á blað áður en þeir stíga upp í pontu.

sunnudagur, október 16, 2005

Haustfrí..

Ég ætla ekki að blogga um árshátíðina eins og flestir því hún var bara alls ekkert spes.

Hafði ekkert að gera í dag, meðan ég hafði ekkert að gera fann ég þessa mynd á netinu, mynnir einna helst á mynd eftir Hugleik Dagsson nema.. jah.. betur teiknuð.

Haustfríið er búið að fara misvel í mig en ágætt þó. Mest vorkenni ég þó grasinu hennar Höllu eftir að strákarnir lágu, ældu og pissuðu á það eftir hennar svo til vel heppnaða ,,pottapartý" á laugardaginn. Komst einnig að því að gönguferðir ætlaðar eggjatínslu eru oftar en ekki eins saklausar og þær hljóma.

Stundum skellur tilfinningin á eins og.. uhh.. skellur.. þá er gott að eiga góða vini.

þriðjudagur, október 11, 2005

MR-ví

Fannar: Og Boði talaði í 4mín og 36 sek

Busastelpa úr verzló: Bíddu.. hvaða máli skiptir það?

laugardagur, október 08, 2005

Klukk..

Ég var klukkuð.. af Steindóri og Elfari..
þannig að njótið..

1. Þegar ég var lítil og átti heima út í Ástralíu æfði ég Calistanics.. eða á íslensku - æfingar með borða.

2. Fyrsti ,,kærastinn" minn var frakki. Hann hét Florian og átti heima hjá Sveini í tvær vikur. Vorum við saman í alls fjórar vikur, eða þær tvær sem hann var hér og þær tvær sem ég var út í Frakklandi. Hann var minni en ég, með sítt hár og spangir. Allan tíman sem við vorum saman skildi ég ekki orð af því sem hann sagði.

3. Ég google-a alla stráka sem ég hef áhuga á og fleiri til.

4. Ég er ein íhaldssamasta manneska sem ég þekki.
Dæmi um íhaldssemi mína þá benti pabbi mér að todmobile disk þegar ég var í 10.bekk sem hann keypti 1990. Fór ég þá að elska todmobile og hlustaði ekki á annað fyrr en um miðjan 3. bekk. En ég keypti mér ekki fleiri todmobile diska, heldur var það bara þessi eini sem sat í tækinu mínu í 1 1/2 ár. Þar af leiðandi veit ég ekkert hvað fólk er að tala um þegar það mynnist á ratatat eða dúndurfréttir.

5. Hefði ég ekki hitt Steindór á busakynninguni 2004 væri ég núna lessa í kvennó.

Þá er ég búin með mitt í bili.. ég klukka því Hildi, Elísabetu, Valborgu, Bjarna og Vilborgu.

þriðjudagur, október 04, 2005

Je t´aime moi non plus

Þetta er nýja uppáhaldslagið mitt.. klúrt og óviðeigandi, svolítið eins og ég. Mig langar líka rosalega mikið að vera með einhvern inn á milli nýrnanna minna eins og Jane Birkin syngur svo unaðslega um í fyrrnefndu lagi. Mig langar líka að syngja jafn vel og Jane Birkin.. ekki skerandi eins og Bjarni vill lýsa mér.. eða hvellin eins og Ingi Vífill vill orða það. "Nei nei.. þú ert ekkert með leiðinlegan talanda.. bara örlítið.. hvellin"

En hún Vilborg þurfti endilega að vera eitthvað að þvælast í Hollywood og ákvað því að leyfa mér að geyma Serge Gainsbourg diskinn sinn á meðan sem Jón Ben á víst. Serge Gainsbourg er líka nýji uppáhalds útlenski tónlistarmaðurinn minn.. hann er svo töff..
Hann lét líka einhverja stelpu syngja lag um að henni þætti sleikjóar með rassabragði bestir. Enginn kemst upp með slíkt nema meistari Gainsbourg.