miðvikudagur, maí 04, 2005

Drekkum Fanta verum bamboocha..!!

Liverpool vann í gær.. ekki það að ég hafi minnstan áhuga á fótbolta.. það eru bara allir annað hvort að blogga um leikinn eða heita einhverju eins og ,,JÁ POOLARARNIR UNNU JEEEE!!!!“ eða ,,GLORY GLORY LIVERPOOL - GOTT Á ÞETTA CHELSEA HELVÍTI, GETIÐ EKKI RASSGAT OG KVARTIÐ YFIR MARKINU SEM VAR LÖGLEGT!!!“ á msn (engar ýkjur, það er fólk sem heitir þetta). Þannig að mér fannst ég verða að vera með.

Ég hata íþróttir.. ég æfði samt körfubolta í 2.bekk og fimleika í 5.bekk. Það var leiðinlegt, allir voru miklu fimari en ég. Ég var alltaf eitthvað út í horni í fínum búning með glimmer og fléttur í hárinu að teygja. Einhvernveginn tókst mér samt að fá 9 í íþróttum og 10 í kennaraeinkunn. Æli viðleitni borgi sig ekki bara.

Skólablaðið kom út í dag. Það er voðalega hvítt og fallegt. Eiginlega of hvítt, ég þori varla að koma við það af ótta við að það kámist út. Blaðsíðurnar eru líka í mörgum litum, svona eins og fáni samkynhneigðra.

Kafbátur mánaðarins á Subway er Roast beef. Mér er sama.. ég borða ekki lengur Subway, ég fékk nóg.. en nóg um það..