þriðjudagur, maí 10, 2005

Uss..það eru að koma fréttir..

Ég skil ekki með nokkru móti Napóleon Bonaparti eftir Halldór Laxness..

Maður að nafni Jón Guðmundsson er lítill og ræfilslegur maður, yngri bróðir ónytjungs og á mömmu sem á ljóta baðstofu. Hann sér skip, honum langar til útlanda og ná heimsyfirráðum. Byrjar að kaupa fín föt bara svona til að ,,make a statement" og síðan fer hann á skip, en kemst samt ekki til útlanda.. er svo kominn á einhvern bæ haldandi það að hann sé napóleon bónaparti.. svo bara eitthvað... ég veit það ekki! er á þessum bæ geðveikt lengi, hendir vettlingum sem mamma hans bjó til handa honum í sjóinn og fer síðan löngu seinna til baka háaldraður á bæinn sinn að smíða flotta baðstofu handa mömmu sinni..

Ugh.. Illskiljanlegasta sagan að mínu mati í þessu smásagnasafni, og þar af leiðandi ekki sú skemmtilegasta (Steindór mér er sama hvað þér finnst.. þú ert bara lúði sem kannt latínu HAH!)
æi nei fyrirgefðu.. ég er bara mjög fúl út í þessa sögu.

Í fyrsta skiptið í langan tíma langaði mig í ekta keflvískan subway (reykvískir eru bara eitthvað shit) og helst að láta júgóslavnesku konuna með stutta ljósa/dökka hárið (það breytist oft um lit) gera hann.. uml..

Mér finnst táfýla svo ljótt orð.. tálykt er miklu flottara.. en það er samt ískyggilega líkt orðinu nálykt.