þriðjudagur, september 06, 2005

Bara svona upp á grínið

Laugardagurinn minn einkenndist af falsspámönnum, Dinky Doghnuts, humarsúpu, Árna Johnsen og menningu..

Ég ætla að byrja á að láta þig vita að spádómar mínir ná 4 daga aftur og 4 daga fram í tíman..
Það fyrsta sem ég sé úr spilunum sem þú dróst er að á næstu dögum áttu eftir að hitta strák.. þú átt eftir að byrja með þessum strák, en mamma þín og pabbi verða ekki nógu sátt við hann þar sem hann er svolítið öðruvísi en flestir..
En sama hvað þau segja, þá verðurðu að halda í hann..
Ég sé líka að eftir tvö ár verðið þið byrjuð að búa saman.. Eftir rúm tvö ár fær hann einhvern brennandi áhuga á þróunaraðstoð.. Hann verður þá orðinn mjög hátt settur hjá UNICEF.. og þú gengin í þau samtök líka.. Hann fær sem sagt þennan áhuga á þróunaraðstoð og ákveður að flytja til Indlands og þú ferð með honum þangað. Ég sé líka að þið eigið eftir að trúlofa ykkur.. og ég sé að trúlofunarhringarnir eru ekki venjulegir.. heldur færð þú þér gat í hægri augnbrúnina meðan hann fær sér gat í þá vinstri og það eru trúlofunarhringarnir ykkar.. Ég sé líka að seinna meir átt þú eftir að skrá þig út úr þjóðkirkjunni og ganga í ásatrúarsöfnuðinn.. þar munuð þið giftast, og þetta verður enginn venjuleg gifting í kirkju og þú í hvítum kjól.. heldur verður þetta meira svona í Lord of the rings stíl..
Ég sé ekki meira en þú verður að lofa mér því að þegar þú hittir þennan strák þá máttu ekki hætta með honum bara út af því að mamma þín og pabbi eru eitthvað ósátt, þú verður að halda í hann.. ég sé það líka á þér að þú átt eftir að gera það.. OK?

Ekki veit ég hversu alvarlega ég á að taka þennan spádóm sem ég fékk frá stelpunni sem var í mesta lagi þremur árum eldri en ég.. og klædd eins og vitleysingur.. En ég borgaði henni hundraðkall og hélt áfram mína leið.

Svona getur Ljósanóttin í Keflavík verið skemmtileg.. furðulegt fólk út um allt bjóðandi manni falsspár á hundrað krónur og "Dinky Doghnuts" á 300.. djöfulsins ripp off

Hins vegar var fjölskyldunni boðið í boð til Árna bæjarstjóra eftir dagskránna á ljósanótt í humarsúpu.. hún var fín.. þar var fullt af fólki syngjandi auk Árna Johnsen með andsetnu haförnsklónna sína danglandi á gítarnum sem var staðráðin í að klóra úr mér augun. En það var bara fyndið.