sunnudagur, júní 19, 2005

Við hlæjum..Aðrir deyja.

Virku dagarnir í lífi mínu eru allir eins.. alltaf.. og verða allir eins í allt sumar.. alltaf..
Þeir samanstanda allir af fiskvinnslu, trufl-hringingum og geisladiskunum hans Steindórs.
Hér er stutt lýsing á hinum annars tilbreytingalausa virka degi.

05:00 - Vakna og tilheyrandi.
05:40 - Hjóla í vinnuna.
06:00 - 07:40 - snyrti fisk og hlusta á Trabant - Emotional,2 sinnum og svo í þriðja skiptið að laginu emotional meltdown.. Þá er komin pása.
07:40 - 08:00 - Pása.
08:00 - 09:40 - snyrti fisk og hlusta á Guns ´n Roses - Greatest Hits einu sinni og svo á fyrstu 3 lögin aftur.. þá er komin pása.
09:40 - 10:00 - Pása.
10:00-12:00 - snyrti fisk og hlusta á Queen - Greatest Hits nákvæmlega tvisvar.. þá er komin matur.
12:00-12:30 - Matur
12:30-14:30 - snyrti fisk og hlusta á lög úr söngleiknum hárið 3 sinnum.. þá eru 12 mín í að vinnu ljúki en maður notar þær yfirleitt í þrif.

Eftir vinnu hjóla ég heim.. fer í sturtu og í aðeins skemmtilegri föt og fer síðan í BM-ráðgjöf þar sem ég sit frá 17:00-22:00, hringi í fólk og sel þeim misgóða hluti.. það er virkilega fínt.. Alltaf gaman að trufla fólk sem maður þekkir ekki neitt..

17.júní var skemmtilegur.. og bleikur kandífloss er góður.. en 9.bekkjar unglingadrykkja er slæm.