laugardagur, október 08, 2005

Klukk..

Ég var klukkuð.. af Steindóri og Elfari..
þannig að njótið..

1. Þegar ég var lítil og átti heima út í Ástralíu æfði ég Calistanics.. eða á íslensku - æfingar með borða.

2. Fyrsti ,,kærastinn" minn var frakki. Hann hét Florian og átti heima hjá Sveini í tvær vikur. Vorum við saman í alls fjórar vikur, eða þær tvær sem hann var hér og þær tvær sem ég var út í Frakklandi. Hann var minni en ég, með sítt hár og spangir. Allan tíman sem við vorum saman skildi ég ekki orð af því sem hann sagði.

3. Ég google-a alla stráka sem ég hef áhuga á og fleiri til.

4. Ég er ein íhaldssamasta manneska sem ég þekki.
Dæmi um íhaldssemi mína þá benti pabbi mér að todmobile disk þegar ég var í 10.bekk sem hann keypti 1990. Fór ég þá að elska todmobile og hlustaði ekki á annað fyrr en um miðjan 3. bekk. En ég keypti mér ekki fleiri todmobile diska, heldur var það bara þessi eini sem sat í tækinu mínu í 1 1/2 ár. Þar af leiðandi veit ég ekkert hvað fólk er að tala um þegar það mynnist á ratatat eða dúndurfréttir.

5. Hefði ég ekki hitt Steindór á busakynninguni 2004 væri ég núna lessa í kvennó.

Þá er ég búin með mitt í bili.. ég klukka því Hildi, Elísabetu, Valborgu, Bjarna og Vilborgu.