miðvikudagur, júlí 09, 2008

Endurkoma mánaðarins..

Vegna fárra skyldna og margra skemmtilegra atvika sem hafa hent mig á undanförum mánuðum hef ég hafið aftur skrif eftir 2 ára hlé.

Ég var stödd í apótekinu um daginn:

Ég: Gæti ég fengið íbúfen?
Afgreiðslukona: Sjálfsagt.. má kannski bjóða þér ódýrara samheitalyf?
Ég: uhh.. ha?
Afgreiðslukona: Nákvæmlega sömu efni, sömu áhrif, bara annar framleiðandi og þar af leiðandi ódýrari lyf
Ég: já já.. prófum það bara
Afgreiðslukona: 540kr
Ég: Bara svona fyrir forvitnissakir, hvað hefði venjulegt íbúfen kostað?
Afgreiðslukona: 580kr

Skemmst frá því að segja hló ég inn í mér eftir þetta samtal við afgreiðslukonuna sem var svo unnt um 40 krónurnar sem ég sparaði að þessu sinni. Ekki hefði ég nennt að hafa fyrir þessu..