sunnudagur, nóvember 20, 2005

Felicem natalem tibi..

Í gær voru 17 ár síðan ég fæddist.. í gær voru 17 ár og níu mánuðir síðan mamma og pabbi... já..
Ég og Turchi héldum afmælisveislu og var hún drullutussuskemmtileg (takk gunni schev)
Ítölsk stemmning, pakkar, yndislegt fólk.. getur ekki gerst betra.
Ég vil þakka öllum þeim sem gáfu mér Forðist okkur með Hugleiki Dagssyni, það voru nokkrir..
Einnig vil ég þakka öllum hinum sem komu, nema stelpunum sem lágu á gólfinu í sleik allt kvöldið, þið eruð ljótar stelpur oj!

Að sitja ein í bíl í grenjandi rigningu keyrandi stefnulaust með The Raveonettes í spilaranum.. Veit einhver eitthvað betra?
ja ég get alveg talið upp nokkra hluti..

Þetta er ég á forsíðu franska blaðsins Encule moi..

Djók..

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Sock-party

Sokkaballið var með eindæmum skemmtilegt. Harmónikku tónlist, gömlu dansarnir, skortur á gluggum og þar með sveittur íþróttasalur settu svip sinn á stemninguna. Eftir dansinn tók við spjall, pulsuát og whale-tales.. Sundið var einnig fínt en þar komu brjóst, hanaslagur, húllahringir, dörtí dansing og almenn gleði við sögu.

Memo too self: Vertu alltaf meðvituð um að þú ert í bikiníi, slæmir hlutir geta gerst.