föstudagur, apríl 28, 2006

Föstudags-flipp..

Djöfull dó það eftir nokkra föstudaga í 3.bekk..
-----------------
Ég tók eftir því að fuglinn á heimilinu er búinn að grennast óhóflega mikið síðustu daga og er þessvegna farin að líta út eins og venjulegur gári.. Þegar ég hugsaði meira út í það þá er hann hreinlega ekkert búinn að borða síðan á mánudag. Ég keypti víst vitlaus fóður, en ég er ekki að stressa mig á því, fuglinn má fara yfir móðuna miklu fyrir mér..Verst hvað fjölskyldan elskar hann..
-----------------
Í dag:
-Er annar í glimmerdegi
-Fór ég þrisvar niðrí kolakjallara, ekki ein samt
-Hellti ég vatni yfir klofið mitt
-Spurðu tvær manneskjur mig hvort ég hefði pissað á mig
-Er seinasti dagur skólans
-Var ég í snú snú í klukkutíma, ekki eins samt
------------------
Í gær tilkynnti móðir mín mér það að hún "fílaði mjög mikið" lagið Nasty boy með Trabant..
skemmst frá því að segja svaraði ég henni ekki..

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Sautján ára í sambúð..

Kærastinn minn kom í heimsókn til mín í MR á mánudaginn. Hann er ótrúlega upptekinn þessa dagana. Hann er læknir, líka borgarstjóraefni Samfylkingarinnar.
Ég er ekki sammála honum í öllu en ég er umburðarlynd manneskja og þolinmóð, við rífumst líka aldrei, nema þegar hann blæs á sér hárið þegar ég þarf að nota hárþurkuna.
Þegar ég tek upp morkinskinnuna mína blasa við mér 54 myndir af kærastanum mínum sem ég vandaði mig rosalega við að líma á í líffræðitíma í gær og í fyrradag.
Ég er ógó heppin..
Ég hjarta Dagur B. Eggertsson 4-life!

föstudagur, apríl 21, 2006

Sopia..

Löngunin til að blogga fer dvínandi..
en hún kemur aftur..
bíðið spennt.

Ég er stak í mengi gleðinnar..

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Snjór í apríl..

Framleiðendur Lost sitja nú í pent-húsunum sínum, springandi af velmegun og hlæja. Hlæja að okkur áhorfendunum fyrir að horfa ennþá á þessa flækju.. ég er viss um að þeir eiga eftir að mála sig út í horn og ég á eftir að sitja uppi með engar útskýringar á neinu. Ég veit til dæmis ekki ennþá afhverju ísbjörninn kom í 3.þættinum og margir eru meira að segja búnir að gleyma honum yfir höfuð!!
Framleiðendurnir hlæja alveg jafn mikið og fólkið sem skipulagði Þingholtin.. Ég er viss um að Þingholtin voru bara eitt stórt grín til að athuga hversu þrautseigt fólk er.