þriðjudagur, desember 20, 2005

Jólaballið..

..hafði sína háu og sína vissulegu lágu punkta..

Maður:Hvert fer þessi rúta?
Kona:Hún fer í Reykjanesbæ
Maður:Já.. ég vil einmitt fara þangað
Kona:Sko.. hún fer ekki á flugvöllinn heldur bara inn í þorpið..

Þorpið?
ÞORPIÐ??

sunnudagur, desember 11, 2005

Sjitt..

Fann þetta.. og þar sem ég hef ekkert betra við tímann minn að gera þá ákvað ég að skella þessu hingað inn.. endilega takið þátt, lemjið mig síðan og segið mér að fá mér hobbý..

Skrifaðu í kommentin og...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragðtegund minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig

föstudagur, desember 09, 2005

Brjóst..

..eru ofmetin..
Rassar líka..

Bitur.is

fimmtudagur, desember 08, 2005

Stupid danish fuckers..!

Undanfarna 4 daga hef ég..

..keyrt reykjanesbrautina 8 sinnum
..þurft að hlusta á gólið í Gumma í hvert skiptið
..Farið fjórum sinnum á McDonalds
..sofið sirka 4 tíma hverja nótt
..lært eins og motherfucker
..hlakkað óstjórnanlega mikið til 19.desember

Prófatörnin er ekki eins skemmtileg og mig minnti.. fyrir utan McDonalds..

laugardagur, desember 03, 2005

Sýning Ljóssins..

Í dag átti ég að læra undir sögupróf en gerði þó lítið af því.. en ég hef afsökun..

Í dag var frænka mín að opna sýningu á Galíleo og við mamma skelltum okkur á opnunina.. Það væri svo sem ekkert frásögufærandi nema hvað að þar hitti ég aðra frænku mína sem heilsar mér á þennan veg:
Frænka: Neihh.. hæ Vaka.. langt síðan ég hef séð þig.. þú hefur fitnað!
Ég: Uhh.. já.. takk?
F: Ertu ennþá í MR að láta rigna upp í nefið þitt?
Ég: Jú ég er ennþá þar..

Gaman að fjölskyldan sjái mig sem feitan hrokagikk.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Litla læknadeildin..

Þemað var að lokum ,,litla læknadeildin".. húmor þar sem við erum á máladeild og munum aldrei fá að klæðast þessum sloppum í verklegri eðlisfræði þar sem að.. jahh.. við erum ekki í henni..


Spurning samt hvort að ég og Hildur hefðum átt að halda okkur á náttúrufræðibraut þar sem við tökum okkur einstaklega vel út í þessum sloppum... Nei ég held ekki..

Mössuðum all svakalega munnleg frönskupróf í dag.. fór samt aðallega í það að tala um síðustu sigurrósar tónleika, næstkomandi sigurrósar tónleika og útskýringar á því hversu fljótt hún Marie þyrfti að hlaupa til að ná miða, því hver veit hvenær það verður uppselt.