mánudagur, janúar 30, 2006

Einfasamælir..

Ég mátti aldrei vera með í fyrra.. þess vegna er ég sú eina sem finnst þetta ennþá fyndið og merki inn á þetta helvítis blað inn í fjósi. Busunum finnst þetta ekki einu sinni sniðugt, þó þeir fengu heldur aldrei að vera með.
Mikjáll er ennþá á borðinu mínu og búin að vera þar síðan ég fann hann í jarðfræðiferðinni í 3.bekk. Það er alveg 1 ár og 4 mánuðir síðan. Afhverju get ég aldrei hent neinu?
Þetta blogg eiga fáir eftir að skilja..

mánudagur, janúar 23, 2006

Fat, single and ready to mingle

Hostel:
Er frekar leiðinleg mynd.. Íslendingurinn sem vildi "icelandic snípur" var kjánalegur og kom það mér ekki á óvart að hann var látinn fyrstur deyja (HAH!)

Söngkeppnin:
Var skemmtileg og bíð ég spennt eftir að sjá myndir frá henni. Þá sérstaklega Hildi í snípsíðum latexsamfesting með bleikt hár.

Söngballið:
Var skemmtilegra. Var ég þó búin að mikla gus gus það mikið fyrir mér að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum en það skipti ekki öllu. Besta ballið á árinu séð frá persónulegum aðstæðum.

Morfís:
Viðureignin var í sjálfu sér skemmtilegt þrátt fyrir að ég nennti ekki að hlusta á aðra hverja ræðu (ræður borgó þ.e.a.s.). Þó fannst mér við vinna með allt of litlum mun.

Pönnukökur:
Eru skemmtilegri að borða en baka.. En með hjálp Sveins og mömmu hans tókst þetta nú alveg ágætlega.

Caché:
Er hrikalega skrítin frönsk mynd.