laugardagur, júlí 19, 2008

Fortíðarþrá..

Ég var beðin um að vinna þennan dag á Listasafni Duus en eins og flestir vita vann ég þar eitt sumar fyrir tveimur árum síðan. Þótt ótrúlegt megi virðast þá finnst mér yndislegt að koma hingað aftur. Gömlu karlarnir sem koma og benda mér á skipin sem þeir höfðu sjálfir unnið á eru svo skemmtilegir og útlendingarnir eru alltaf hressir.
Ótrúlegt hvað manni finnst aðstæður alltaf breytast og líður eins og ekkert geti verið í föstum skorðum, en bara við það eitt að vinna einn dag á gömlum vinnustað fullvissir mann um að sumir hlutir breytast aldrei.
Jón Baldvin, svarti kötturinn í nágrenninu, kemur til dæmis hingað ennþá og fær mjólk. Meðferðin sem hann fær hér hefur þó breyst til hins betra því í staðinn fyrir g-mjólk á pappadisk hefur hann nú fengið sína eigin skál með kattarmat og aðra við hliðina á henni sem inniheldur g-mjólkina. Þess má geta að hann liggur ofan á skrifborðinu malandi meðan ég skrifa þetta.
Bjössi og Grímur koma ennþá reglulega til að spjalla og í stað þess að sitja og lesa Animal Farm eftir Orwell þegar lítið er að gera, sit ég hér tveimur árum síðar og les 1984 eftir Orwell.
Vá hvað mér þykir vænt um þetta safn.

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Endurkoma mánaðarins..

Vegna fárra skyldna og margra skemmtilegra atvika sem hafa hent mig á undanförum mánuðum hef ég hafið aftur skrif eftir 2 ára hlé.

Ég var stödd í apótekinu um daginn:

Ég: Gæti ég fengið íbúfen?
Afgreiðslukona: Sjálfsagt.. má kannski bjóða þér ódýrara samheitalyf?
Ég: uhh.. ha?
Afgreiðslukona: Nákvæmlega sömu efni, sömu áhrif, bara annar framleiðandi og þar af leiðandi ódýrari lyf
Ég: já já.. prófum það bara
Afgreiðslukona: 540kr
Ég: Bara svona fyrir forvitnissakir, hvað hefði venjulegt íbúfen kostað?
Afgreiðslukona: 580kr

Skemmst frá því að segja hló ég inn í mér eftir þetta samtal við afgreiðslukonuna sem var svo unnt um 40 krónurnar sem ég sparaði að þessu sinni. Ekki hefði ég nennt að hafa fyrir þessu..

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Vinnugleði..

Það er mjög róandi og gott að vinna á listasafni í Keflavík. Ólíkt puðinu sem flestar hinar vinnurnar mínar hafa verið (já það að betla pening frá fólki er puð til lengdar). Maður fær líka svo skemmtileg tilboð alltaf hreint hérna. Maður frá Amsterdam er búinn að bjóða mér og Sveini að koma til sín og bragða á Spacecake af bestu gerð. Um jólin mun ég að öllum líkindum fá matarpakka frá Ítalíu frá mjög svo gjafmildum Ítala sem fullvisti mig um að ég hafi gefið honum von í lífið sitt aftur eftir þriggja klukkutíma spjall við hann. Tveimur dögum eftir spjallið kom hann aftur með blómvönd handa mér og við spjölluðum meira. Núna er Þjóðverji í eldri kantinum að skoða safnið. Hann talar verulega mikið við sjálfan sig og heldur að ég skilji þýsku. Ég brosi bara, kinka kolli og svara einhverju á frönsku. Hann snýr sér þá aftur við og heldur áfram að skoða báta glaður í bragði.
Um daginn kom Sveinn í heimsókn (í húsið mitt.. ekki á listasafnið) "Nei núna gengur þetta ekki lengur, Vaka!" Tekur magic dósir af borðinu, setur í uppþvottavél og fer út með ruslið "nei ég veit, fyrirgefðu" svara ég, klæði mig í almennileg föt og tek til með honum. Seinna bökum við pönnukökur saman. Mér er víst ekki treystandi ein í húsi í marga daga.

Hvaða hálvita datt í hug að byrja að segja "Jessöríbobb" og afhverju halda allir áfram að segja þetta?

laugardagur, júlí 08, 2006

Ce m'est egal, n'est pas?

Jaeja, tha er thad buid.
Buin ad
-Segja bless vid rakarann vid hlidina a husinu minu, sem og budina sem selur uppstoppud dyr hinumegin vid hlidina a mer. Nuna tharf eg ekki ad hlaupa fram hja henni i hvert sinn sem eg kem seint heim af otta vid ad dyrin hafi lifnad vid og tha serstaklega krokudilinn og skogarbjorninn fremst i budarglugganum.
-kvedja astralann sem gladdi mig svo mikid a heitum sumarkvoldum
-Skella framan i leidinlegu konuna sem tok allan peninginn minn og gaf mer einhverja omurlega afsokun fyrir mat i hvert mal i skiptum fyrir hann.
-Upplifa mitt seinasta kvold a "Frog and rosbif" uppahald bar BLS malaskolakrakkanna og folkid sem vinnur thar sem var farid ad heilsa manni med nafni.
-Utskyra i seinasta skiptid i bili ad eg eigi heima a iSlandi ekki iRlandi.. eg modgast enntha thegar frakkar skilja mig ekki, eda kannki eru their bara ad thykjast.

Heathrow er alveg agaetur, en ekki i 5 klukkutima samt..

fimmtudagur, júní 22, 2006

Svefnlausar naetur.. Alltaf..

Bordeaux-ingar eru mjog mikid fyrir thad ad halda nokkurra daga hatidir.. Til daemis..
La fete du cinema - kvikmyndahatid jei
La fete du jardin - thar sem allir voru ad syna blomin sin
La fete de la peinture - morg falleg malverk ut a tuni
La fete de la musique - risastor hatid sem er haldin um allt Frakkland 21 juni (i gaer) thar sem margir tonlistarmenn spila ut a gotu og almenningur labbar um og horfir a, thetta er haldid 21.juni thvi thad er sumardagurinn fyrsti i Frakklandi, meikar meira sens en ad halda hann i april.
La fete du vin - risastor vinhatid sem er seinustu helgina mina her.. folk kemur hvadan ad ur heiminum ad smakka Bordeaux vin og leyfa odrum ad smakka vinid sitt.
- thetta er nu allt gott og blessad en her kemur thad sem ad mer fannst faranlegt og finnst Bordeaux-ingar ganga allt of langt med thessa hatidadyrkun La fete de la fete! Hatidi hatidanna?? Thetta er hatid med ekkert thema.. Hatid bara til thess ad halda hatid.. eg er ekki alveg viss med thetta..
**************
Frakkar elska lika flauturnar a bilunum sinum. Thvilik unadstilfinning sem their fa thegar their thrysta a hana. Ef ther likar ekki billinn fyrir framan thig, tha flautardu bara. Ef ther finnst rauda ljosid hafa verid of lengi rautt, tha flautardu bara. Ef ther finnst lifid omurlegt, tha skyturdu thig i hausinn, en hagraedir thvi thannig ad hausinn lendi a flautunni.. eg saetti mig vid thetta a daginn, en ekki thegar eg reyni ad sofa, tha er thetta bara pirrandi.
**************
Ef thid viljid skoda skemmtilegar myndir fra Bordeaux, partii sem vid nokkur forum sem var haldid upp a thaki i rigningu og eldingum (rosalega romantiskt) og fleiru skemmtilegur tha radlegg eg ykkur ad fara a www.my.opera.com/elinmjoll finnid thar myndir og njotid.

laugardagur, júní 17, 2006

Putan de merde..

Liggjandi a Place Gambetta (litill almenningsgardur) med skemmtilegum astrala um midja nott a thridjudagskvoldi njotandi lifsins thegar heimilislaus madur bidur okkur um ad vera farinn fyrir klukkan 3 thar sem hann aetli tha ad gera heimilisverkin. Vid vorum vist a stadnum hans.

Ekkert jafnast a vid thad ad vakna snemma til ad fara i skolann eftir djamm og komast ad thvi ad fotin thin eru oll blaut, med pissulykt. Kotturinn hafdi pissad yfir fotin min, en vid hverju bystu thegar thu byrd med hundi, tveimur kottum og tveimur kaninum (fokking dyragardur) og hurdin thin lokast ekki. Eg var vel pirrud.

Holdgervingur hrokans = Frakki sem faeri i MR
Fyrstu 2 vikurnar:

Fokking gay pride


Betra myndablogg innan tidar, blesso

þriðjudagur, júní 13, 2006

Random moments..

Host mamma min er stundum svolitid skritin, um daginn hafdi hun tekid alla potta og allar ponnur ut ur skapunum, opnad matreidslubok og let eins og hun aetladi ad elda virkilega godan heimilismat.. eg hugsa mer gott til glodarinnar og se svo ad vinkonur hennar eru i heimsokn.. thegar thaer eru farnar gengur hun fra pottunum, lokar bokinni og vid bordum pasta afganga fra deginum adur..

Host mamma min a vinkonu sem a 25 ara dottur. Dottirin laerir islensku i haskolanum i paris.. aldrei helt eg ad eg gaeti talad islensku vid frakka,en thad er svolitid snidugt. Eitt kvoldid forum eg, mamma min, tvaer vinkonur hennar og Dorit (stelpan sem laerir islensku) a einhverskonar utihatid. Thessi utihatid er haldin med reglulegu millibili og thad er alltaf eitthvad thema, og a thessari hatid var themad hvorki meira ne minna en Island. Thad var ekkert islenskt vid hatidina nema hvitir flugeldar sem attu ad takna islensku nordurljosin, thetta var thvilikt rusl. Vid forum samt fljotlega thar sem vinkona mommunar likar ekki subbulegar almugahatidir og vid forum frekar a kaffihus og horfdum a #nordurljosin# thar.

Eg trui samt a karma nuna. Um daginn var eg ad bida eftir straeto og se konu i totrum med tvo born i eftirdragi. Hun kemu upp ad mer og bidur um pening fyrir mat. Audvitad segi eg og gef henni allt klinkid mitt en held tho einni evru og 30 sentum til ad geta tekid straeto. Hun thakkar kaerlega fyrir sig, skyndilega man eg eftir fimm evru sedli i vasanum og hugsa med mer ad hun thurfi miklu meira a honum ad halda en eg svo eg gef henni hann lika. Svo kemur straetoinn minn og leidir okkar skiljast. Naesta dag thurfti eg ad taka straeto aftur en atti ekkert klink og atti ekkert minna en 20 evru sedil. Straetobilstjorinn brosir ad mer og segir ad eg fai ferdina okeypis. Hahh.. ef thetta er ekki karma tha veit eg ekki hvad!

Allavega, kem med fleiri random sogur eftir sma, verd ad fara nuna ad kaupa mida a russnesk balletinn(Jebb Russneska!!)