miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Andvarp..

Þegar kona í vinnunni segir mér hversu marga eyrnapinna sonur hennar notar til að hreinsa eyrun finnst mér eitthvað vera að..

Þegar kona í vinnunni sýnir mér með látbragði hvernig sonur hennar var á svipinn á klósettinu fyrr um morguninn finnst mér eitthvað meira vera að..

Mér til mikillar furðu var þetta sama konan.

Síðustu tvær vikur hef ég legið í letikasti.. og síðan farið að vinna.

Því miður varð ekkert úr því að rifja upp frönsku í sumarfríinu og vera geðveikt klár þegar fjórði bekkur byrjar.
Því miður varð heldur ekkert úr því að fara út að hlaupa í sumar og koma mér í ágætt form fyrir tjarnahringinn þegar fjórði bekkur byrjar. Ég fór þó einu sinni og entist í 10 mínútur.. ég er ekkert rosalega stolt.

Ég lærði samt að ormhreinsa fisk í sumar.. ekki geta margir sagt það.
Ég er líka búin að trufla fullt af fólki og reyna að selja þeim leiðinlega geisladiska.. það geta heldur ekki margir sagt það.
Ég las líka Animal Farm.. örugglega fullt af fólki sem að getur sagt það.