fimmtudagur, júlí 27, 2006

Vinnugleði..

Það er mjög róandi og gott að vinna á listasafni í Keflavík. Ólíkt puðinu sem flestar hinar vinnurnar mínar hafa verið (já það að betla pening frá fólki er puð til lengdar). Maður fær líka svo skemmtileg tilboð alltaf hreint hérna. Maður frá Amsterdam er búinn að bjóða mér og Sveini að koma til sín og bragða á Spacecake af bestu gerð. Um jólin mun ég að öllum líkindum fá matarpakka frá Ítalíu frá mjög svo gjafmildum Ítala sem fullvisti mig um að ég hafi gefið honum von í lífið sitt aftur eftir þriggja klukkutíma spjall við hann. Tveimur dögum eftir spjallið kom hann aftur með blómvönd handa mér og við spjölluðum meira. Núna er Þjóðverji í eldri kantinum að skoða safnið. Hann talar verulega mikið við sjálfan sig og heldur að ég skilji þýsku. Ég brosi bara, kinka kolli og svara einhverju á frönsku. Hann snýr sér þá aftur við og heldur áfram að skoða báta glaður í bragði.
Um daginn kom Sveinn í heimsókn (í húsið mitt.. ekki á listasafnið) "Nei núna gengur þetta ekki lengur, Vaka!" Tekur magic dósir af borðinu, setur í uppþvottavél og fer út með ruslið "nei ég veit, fyrirgefðu" svara ég, klæði mig í almennileg föt og tek til með honum. Seinna bökum við pönnukökur saman. Mér er víst ekki treystandi ein í húsi í marga daga.

Hvaða hálvita datt í hug að byrja að segja "Jessöríbobb" og afhverju halda allir áfram að segja þetta?

laugardagur, júlí 08, 2006

Ce m'est egal, n'est pas?

Jaeja, tha er thad buid.
Buin ad
-Segja bless vid rakarann vid hlidina a husinu minu, sem og budina sem selur uppstoppud dyr hinumegin vid hlidina a mer. Nuna tharf eg ekki ad hlaupa fram hja henni i hvert sinn sem eg kem seint heim af otta vid ad dyrin hafi lifnad vid og tha serstaklega krokudilinn og skogarbjorninn fremst i budarglugganum.
-kvedja astralann sem gladdi mig svo mikid a heitum sumarkvoldum
-Skella framan i leidinlegu konuna sem tok allan peninginn minn og gaf mer einhverja omurlega afsokun fyrir mat i hvert mal i skiptum fyrir hann.
-Upplifa mitt seinasta kvold a "Frog and rosbif" uppahald bar BLS malaskolakrakkanna og folkid sem vinnur thar sem var farid ad heilsa manni med nafni.
-Utskyra i seinasta skiptid i bili ad eg eigi heima a iSlandi ekki iRlandi.. eg modgast enntha thegar frakkar skilja mig ekki, eda kannki eru their bara ad thykjast.

Heathrow er alveg agaetur, en ekki i 5 klukkutima samt..