sunnudagur, mars 26, 2006

Djöfull..

Ég viðurkenni það.. ég fór á Pravda í gær ásamt fleirum..
Þeir horfðu á mig eins og ég væri fífl..

MR kvöld minn rass..
MH má deyja..

sunnudagur, mars 19, 2006

Vangaveltur..

Yngvi: Nú fyrir þá sem eru þegar búnir að ákveða hvað þeir ætla að gera í háskólanum er valið frekar einfalt.
Vaka: [hugsar] Djöfull.. ég veit mig langar mest í læknisfræði.. málabraut hentar þá frekar illa.. [skrifar undir með eigin blóði] Fornmála 1.


þriðjudagur, mars 07, 2006

Allt í volli..

Djöfull var bekkjapartíið um seinustu helgi mikið bull.. Jaqueline náttúrulega ekki sátt þegar Jean-Baptiste sagði henni frá því að hann hafi sofið hjá mér þrátt fyrir að ég sé búin að segjast vera lesbía. Þurfti auðvitað að rekast á þau á kaffihúsi meðan ég fór með Veronicu, eina þunglyndustu manneskju Frakklands, á deit. Jaqueline byrjaði eitthvað að öskra en þetta er allt í lagi, ég veit alveg hennar fortíð, hún var einu sinni lesbía. En frábær uppástunga samt hjá Veronicu að hittast öll á La Pomme d´Or í kvöld og ræða málin.
Líf Vivan la lesbienne er ekki alltaf dans á rósum..

sunnudagur, mars 05, 2006

Gegnumgangandi sýra..

Nýlega lærði ég að elska miðbæinn.. Ísland bíður alveg upp á meira en bara bókamenningu þótt það séu ekki há hús og sól hér alltaf. Ef það verður ekkert úr húsinu fyrir aftan Kringluna með Sveini þá fokkit leigi ég mér bara herbergi í Þingholtunum eða eitthvað..

Í gær borðaði ég ís og horfði á Grease með systur minni.. hún lamdi mig fyrir þær sakir að ég kann alla myndina utan að og syng með lögunum. Ég er ennþá svo skotin í John Travolta.

Við erum komin í úrslit MorfÍs.. nei ég ætla ekki að eigna mér heiðurinn.. Gunni, Saga, Jón og Guðrún/Jón Ben eru komin í úrslit MorfÍs... við fokking enculum MH.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Lífstíll..

Jæja, kortið loksins keypt og þá dugar lítið annað en að hrynja í heilbrigðan lífstíl. Líkamsrækt að minnsta kosti þrisvar í viku áður en skóladagur hefst, ekkert nammi á virkum dögum og bannað að drekka neitt annað en vatn og kaffi þangað til ég verð 15 kg.. Hljómar ágætlega.
Það var eitthvað fífl sem fór í spinning á mánudaginn. Það leið næstum því yfir hana, kennarinn leiddi hana inn á klósett þar sem hún ældi hálfa banananum sem hún hafði borðað fyrr um morguninn.. eins gott þetta var ekki ég..

------------

Aðeins 5 vikur í páskafrí.. 6 skólavikur eftir.. þá er 4.bekkur búinn.. ég er ekki laus við fokkégáeftiraðendaeinmeðgeðveiktmargaketti tilfinninguna.. en svo hugsa ég til Frakklands og man að ég er bara 17.

------------

"Skilti þéraði mig í gær", og "Þetta á eftir að vera bomba" eru skemmtilegustu setningarnar sem ég heyrði í dag.