miðvikudagur, september 21, 2005

Níðvísur..

Þó að stærðfræðin sé orðin örlítið léttari nú þegar komið er á málabraut er þó engin ástæða til að fara úr gamla farinu og byrja að fylgjast með.. þess í stað ákváðum ég, Hildur Kristín og Ingi Vífill að semja níðvísur hvert um annað.. við tvær á móti honum.. hér sjáiði afrakstur 40 mínútna stærðfræðitíma..Hvert er þetta leiða sprund
þetta er hún Vaka!
Farðu heim og éttu brund
og síðan skaltu kvaka
Hér er saga um Inga víf
skrambi graðan snáða
Eyminginn á ekkert líf
nær aldrei að fá´ða
Þú hélst ég væri hættur nú
og auðveldlega slyppi.
Þú ert léleg, hana nú
og sjúg því bara ....
Kallinn ekki sáttur nú
reiðin byrjuð að krauma
kann hann vel að meta kú
uppfyllir hans drauma
Umtöluð er Vaka Hafs
leiðinleg og einsleit!
Ljóð þín eru eintómt krafs
svo ertu líka spikfeit!
Slepjan lekur Inga af
slímhúð myndast bráðum
Lítill er hans litli staf
fullnægir aldrei báðum
Mitt virkar vel og gleður mjög
allt er stinnt sem klöpp.
Magi þinn hefur fitulög
og brjóstin illa slöpp.
Minnkar mann með hverri vísu
sjaldan getur svarað vel
því hugur girnist blauta físu
en dömunni er ekki um sel
Vaka mín, ó Vaka mín
ei mig skaltu rengja.
Ef þú svo kem ég til þín
og neyðist til að flengja!
Harður nagli þykist vera
með stóra bungu í klofi
en kallinn ekkert hefur að gera
því þar er alltaf dofi
Hún Vaka gengur hölt og skökk
líkist varla meyju.
Undanfarið alltaf klökk
eftir analsex með bleyju.
Leikurinn verður brátt endurtekinn þar sem við Hildur sitjum sveittar heima á kvöldin semjandi níðvísur.. tilbúnar næsta stríði..

þriðjudagur, september 06, 2005

Bara svona upp á grínið

Laugardagurinn minn einkenndist af falsspámönnum, Dinky Doghnuts, humarsúpu, Árna Johnsen og menningu..

Ég ætla að byrja á að láta þig vita að spádómar mínir ná 4 daga aftur og 4 daga fram í tíman..
Það fyrsta sem ég sé úr spilunum sem þú dróst er að á næstu dögum áttu eftir að hitta strák.. þú átt eftir að byrja með þessum strák, en mamma þín og pabbi verða ekki nógu sátt við hann þar sem hann er svolítið öðruvísi en flestir..
En sama hvað þau segja, þá verðurðu að halda í hann..
Ég sé líka að eftir tvö ár verðið þið byrjuð að búa saman.. Eftir rúm tvö ár fær hann einhvern brennandi áhuga á þróunaraðstoð.. Hann verður þá orðinn mjög hátt settur hjá UNICEF.. og þú gengin í þau samtök líka.. Hann fær sem sagt þennan áhuga á þróunaraðstoð og ákveður að flytja til Indlands og þú ferð með honum þangað. Ég sé líka að þið eigið eftir að trúlofa ykkur.. og ég sé að trúlofunarhringarnir eru ekki venjulegir.. heldur færð þú þér gat í hægri augnbrúnina meðan hann fær sér gat í þá vinstri og það eru trúlofunarhringarnir ykkar.. Ég sé líka að seinna meir átt þú eftir að skrá þig út úr þjóðkirkjunni og ganga í ásatrúarsöfnuðinn.. þar munuð þið giftast, og þetta verður enginn venjuleg gifting í kirkju og þú í hvítum kjól.. heldur verður þetta meira svona í Lord of the rings stíl..
Ég sé ekki meira en þú verður að lofa mér því að þegar þú hittir þennan strák þá máttu ekki hætta með honum bara út af því að mamma þín og pabbi eru eitthvað ósátt, þú verður að halda í hann.. ég sé það líka á þér að þú átt eftir að gera það.. OK?

Ekki veit ég hversu alvarlega ég á að taka þennan spádóm sem ég fékk frá stelpunni sem var í mesta lagi þremur árum eldri en ég.. og klædd eins og vitleysingur.. En ég borgaði henni hundraðkall og hélt áfram mína leið.

Svona getur Ljósanóttin í Keflavík verið skemmtileg.. furðulegt fólk út um allt bjóðandi manni falsspár á hundrað krónur og "Dinky Doghnuts" á 300.. djöfulsins ripp off

Hins vegar var fjölskyldunni boðið í boð til Árna bæjarstjóra eftir dagskránna á ljósanótt í humarsúpu.. hún var fín.. þar var fullt af fólki syngjandi auk Árna Johnsen með andsetnu haförnsklónna sína danglandi á gítarnum sem var staðráðin í að klóra úr mér augun. En það var bara fyndið.