sunnudagur, maí 22, 2005

Getur naglalakk verið meira en bara naglalakk?

Man einhver eftir þessari auglýsingu, æ mér fannst hún alltaf svo fáránleg, "já, nýja naglalakkið frá Sally Hansen styrkir og lengir og ragisintragis.. blehh" Fokk jú, naglalakk er aldrei meira en bara naglalakk!

En ekki komst ég klakklaust í gegnum þessa tjaldferð eins og svo margir.. sit hérna fyrir framan tölvuna sjúgandi upp í nefið nærri dauða en lífi af kvefi og aum í hálsinum eftir sönginn í tjaldinu hans Erlings (held ég). Bjarni segir að ég hafi sungið skerandi , ég þvertek fyrir það. Ég lærði hins vegar margt í þessari ferð.. Hvernig á EKKI að tjalda tjaldi og ekki að kaupa grillaða samloku á Selfossi, það kemur beint í hausinn á manni aftur. Einnig það að einfaldur svefnpoki og náttföt duga ekki til að halda þér hita yfir nóttina, þú hreinlega þarft aðra manneskju til að kúra hjá ef þú vilt lifa nóttina af.

Ég er samt búin í prófum.. það þýðir að ég get horft á endursýningu nágranna í dag án þess að hafa chewing together wisdom bite hangandi yfir mér. ÞAÐ er munur.

3.bekkur er búinn, þetta er svo fáránlega fljótt að líða! Mér finnst eins og það séu svona 2 mánuðir í mesta lagi síðan ég Inga og Bjarni rugluðumst á hlemmi og lækjartorgi reynandi að finna Austurbæjarbíó. En nei, nei nei.. 9 mánuðir! það er alveg heilt barn.

Það kostar núna 900 kr. að taka rútuna frá Keflavík til Reykjavíkur, djöfulsins okur. Það þarf einhver að gera eitthvað, pant ekki.

sunnudagur, maí 15, 2005

Furumphumf

Eðlisfræði segiði.. já já.. eyðum þessari umræðu..

Pabbi keypti E.T áðan.. ekki séns að ég horfi á hana..
Síðast þegar ég sá hana ætlaði pabbi að vera voðalega sniðugur, svona ekta "fjölskyldustund". Hjónin með 5 ára dóttur sína í fjarlægu landi að horfa á brúna geimveru reyna að komast heim til sín.. Ég svaf ekki rótt í tvö ár! ég er skíthrædd við þetta skrímsli!! Nostalgíur eru ekki alltaf sniðugar.

Ég setti link á Gunnar Örn.. endilega kíkið á síðuna hans og sjáið hvernig hann rakkar niður Keflvíkinga af mikilli snilld..takk

þriðjudagur, maí 10, 2005

Uss..það eru að koma fréttir..

Ég skil ekki með nokkru móti Napóleon Bonaparti eftir Halldór Laxness..

Maður að nafni Jón Guðmundsson er lítill og ræfilslegur maður, yngri bróðir ónytjungs og á mömmu sem á ljóta baðstofu. Hann sér skip, honum langar til útlanda og ná heimsyfirráðum. Byrjar að kaupa fín föt bara svona til að ,,make a statement" og síðan fer hann á skip, en kemst samt ekki til útlanda.. er svo kominn á einhvern bæ haldandi það að hann sé napóleon bónaparti.. svo bara eitthvað... ég veit það ekki! er á þessum bæ geðveikt lengi, hendir vettlingum sem mamma hans bjó til handa honum í sjóinn og fer síðan löngu seinna til baka háaldraður á bæinn sinn að smíða flotta baðstofu handa mömmu sinni..

Ugh.. Illskiljanlegasta sagan að mínu mati í þessu smásagnasafni, og þar af leiðandi ekki sú skemmtilegasta (Steindór mér er sama hvað þér finnst.. þú ert bara lúði sem kannt latínu HAH!)
æi nei fyrirgefðu.. ég er bara mjög fúl út í þessa sögu.

Í fyrsta skiptið í langan tíma langaði mig í ekta keflvískan subway (reykvískir eru bara eitthvað shit) og helst að láta júgóslavnesku konuna með stutta ljósa/dökka hárið (það breytist oft um lit) gera hann.. uml..

Mér finnst táfýla svo ljótt orð.. tálykt er miklu flottara.. en það er samt ískyggilega líkt orðinu nálykt.

laugardagur, maí 07, 2005

Eurovision

Ég lenti í skemmtilegu samtali við systur mína um kynfæri karla í kvöld.

Ég, mamma og Íris að horfa á kynningu eurovision laganna á RÚV.

Kynnir: bla bla bla bla eistland bla bla bla..
Íris: Oj alveg eins og eistur..
Ég: Íris.. maður segir eistu
Íris: ó.. en hvort er maður með tvö eða þrjú..?
Ég: tvö Íris..

miðvikudagur, maí 04, 2005

Drekkum Fanta verum bamboocha..!!

Liverpool vann í gær.. ekki það að ég hafi minnstan áhuga á fótbolta.. það eru bara allir annað hvort að blogga um leikinn eða heita einhverju eins og ,,JÁ POOLARARNIR UNNU JEEEE!!!!“ eða ,,GLORY GLORY LIVERPOOL - GOTT Á ÞETTA CHELSEA HELVÍTI, GETIÐ EKKI RASSGAT OG KVARTIÐ YFIR MARKINU SEM VAR LÖGLEGT!!!“ á msn (engar ýkjur, það er fólk sem heitir þetta). Þannig að mér fannst ég verða að vera með.

Ég hata íþróttir.. ég æfði samt körfubolta í 2.bekk og fimleika í 5.bekk. Það var leiðinlegt, allir voru miklu fimari en ég. Ég var alltaf eitthvað út í horni í fínum búning með glimmer og fléttur í hárinu að teygja. Einhvernveginn tókst mér samt að fá 9 í íþróttum og 10 í kennaraeinkunn. Æli viðleitni borgi sig ekki bara.

Skólablaðið kom út í dag. Það er voðalega hvítt og fallegt. Eiginlega of hvítt, ég þori varla að koma við það af ótta við að það kámist út. Blaðsíðurnar eru líka í mörgum litum, svona eins og fáni samkynhneigðra.

Kafbátur mánaðarins á Subway er Roast beef. Mér er sama.. ég borða ekki lengur Subway, ég fékk nóg.. en nóg um það..

þriðjudagur, maí 03, 2005

Qu´est-ce que´il y a?

Bjarni, ég vil biðjast fyrirgefningar á því þegar ég reyndi að halda því fram að blog.central síður væru skemmtilegri en blogspot. Ég tek það allt til baka núna. Blog.central er bara eitthvað helvítis shit sem er bloggheiminum til skammar.
Húff.. allir voru svo duglegir að blogga að ég fékk minnimáttarkennd og hef ákveðið að byrja aftur eftir 3 mánaða hlé..

Ég tók próf í íslenskri ritgerð í dag.. skrifaði rökfærsluritgerð um hækkun á bílprófsaldrinum.. ég var á móti. Á ritgerðinni mátti glögglega sjá að ég hafði verið í félagsfræðiprófi nokkrum dögum fyrir þar sem að ég notaði orð eins og "félagsleg mótun" og "víxluð mótun" í ritgerðinni. En við skulum vona að íslenskukennarar skilji líka félagsfræði og viti þá um hvað ég var að tala.

Það var rosalega fjölbreytt fólk í rútunni á leiðinni heim í dag. Mér fannst það sniðugt því að yfirleitt er þetta alltaf sama pakkið. Það var indverskur gaur að læra arkítektúr, svo var gömul kona sem hafði verið hjá lækni í Reykjavík og vildi taka rútuna heim til Keflavíkur. Svo voru tveir öldungar frá Philadelfiu söfnuðinum, samt alveg kornungir. Að vera öldungur er víst ekki bara það sama og að vera gamall. En skemmtilegastur fannst mér þó róninn. Hann kom í rútuna á bsí og spurði bílstjórann hvort það væri löglegt að fá að fara fram og tilbaka með rútunni.. hann langaði bara að skoða sig um í Keflavík. Bílstjórinn spurði kurteisislega hvort að hann væri nokkuð undir áhrifum áfengis, róninn þvertók fyrir það, nú þá sagði bílstjórinn að honum væri guðvelkomið að fara fram og tilbaka með rútunni en þyrfti þó að borga 1700kr.

En nú er ég komin heim og búin að klára alla þá möndluköku sem var til á heimilinu og held ég að nú væri viturt að fara að lesa smá í ensku.